Íslenski boltinn

Stjörnustrákarnir ætla ekki að taka fögnin niður af hillunni

Í viðtali sem Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamaður á Stöð 2 tók við Jóhann Laxdal segir leikmaður Stjörnunnar m.a. að allar líkur séu á því að heimsþekkt „Stjörnufögn"verði ekki tekin niður af hillunni þar sem þau voru geymd síðastliðið sumar.

„Það batnaði aðeins fótboltalega séð hjá okkur og við enduðum hærra og spiluðum betri bolta. Þetta var hlutur sem var bara eitt sumar, það er ekkert hægt að endurtaka svona hluti," segir Jóhann m.a. í viðtalinu.

Jóhann leikur stórt hlutverk hjá breska dagblaðinu The Sun í dag þar sem hann og félagar hans úr Garðabæjarliðinu kenna enskum fótboltamönnum að fagna mörkum. Sjá frétt Vísis.

Leikmenn Stjörnunnar vöktu mikla athygli á síðasta tímabili fyrir skemmtileg fögn en það fór minna fyrir slíku hjá Stjörnumönnum tímabilinu sem lauk þann 1. okt. s.l.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×