Enski boltinn

Tekur Roy Keane við Leicester?

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Roy Keane er sterklega orðaður við Leicester sem leikur í næst efstu deild á Englandi.
Roy Keane er sterklega orðaður við Leicester sem leikur í næst efstu deild á Englandi.
Roy Keane er líklegur til þess að taka við liði Leicester í ensku 1. deildinni en forráðamenn liðsins ráku Svíann Sven Göran Eriksson á dögunum. Keane er risastórt nafn í fótboltaheiminum eftir glæstan feril sem leikmaður Manchester United og írska landsliðsins. Hann hefur ekki náð að festa sig í sessi sem knattspyrnustjóri eftir að hafa staldrað frekar stutt við í slíku starfi hjá Sunderland og Ipswich.

Martin O'Neill, fyrrum knattspyrnustjóri Leicester, hafnaði því að taka við liðinu en breskir fjölmiðlar telja líklegt að hann hafi mælt með ráðningu Keane. Eigendur Leicester ætla sér stóra hluti í framtíðinn en fjárfestar frá Tælandi eiga liðið.

Keane er fertugur og hann hefur ekki verið í starfi frá því hann var rekinn frá Ipswich í janúar á þessu ári. Hann var m.a. einn af mörgum þjálfurum sem komu til greina hjá Knattspyrnusambandi Íslands þegar KSÍ var að leita að A-landsliðsþjálfara. Svíinn Lars Lagerbäck var ráðinn í það starf.

Eigendur Leicester eru ekki með mikla þolinmæði. Paulo Sousa var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra eftir aðeins 9 leiki á síðustu leiktíð og Sven Göran Eriksson fékk aðeins 15 leiki á þessari leiktíð.

Sunderland komst undir stjórn Keane upp í úrvalsdeild árið 2007 þegar liðið endaði í efsta sæti 1. deildar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×