Enski boltinn

Fletcher óttaðist aldrei að ná ekki fullri heilsu

Fletcher á blaðamannafundi í gær.
Fletcher á blaðamannafundi í gær.
Það hafa ekki margir knattspyrnumenn veikst eins illa og Darren Fletcher, miðjumaður Man. Utd, sem var hálft ár að jafna sig eftir að hafa fengið illskeyttan vírus.

Fletcher er mættur aftur í slaginn og veitir ekki af hjá Man. Utd sem er í mótbyr þessa dagana.

"Mér líður vel í dag og ég óttaðist aldrei að ég myndi ekki jafna mig. Ég hef náð að æfa vel og verið í góðu líkamlegu formi þrátt fyrir allt," sagði Fletcher.

"Nú vantar mig eðlilega leikform og það mun koma smám saman. Mér finnst ég vera að nálgast mitt besta form á nýjan leik."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×