Íslenski boltinn

Rúnar orðaður við þjálfarastöðuna hjá Lilleström

Staðarblöðin í Lilleström greina frá því í dag að Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara KR, sé einn fimm þjálfara sem komi til greina sem næsti þjálfari Lilleström.

Norska félagið rak Henning Berg úr starfi á dögunum og leitar nú að nýjum þjálfara.

Rúnar segir í samtali við staðarblaðið Romerikes Blad að hann sé til í viðræður við félagið hafi það áhuga á að ræða við hann.

Aðrir sem orðaðir eru við stöðuna eru Magnus Haglund, Kjetil Rekdal, Per Mathias Høgmo og Ronny Deila.

Rúnar lék með Lilleström undir lok síðustu aldar við afar góðan orðstír.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×