Fótbolti

Messi hefur aldrei séð myndir af Pelé spila fótbolta

Argentínumaðurinn Lionel Messi segist enn vera að bíða eftir að fá sendan DVD-disk frá Pelé með hans helstu tilþrifum. Pelé var búinn að lofa því að senda Messi disk enda hefur Messi aldrei séð neitt til Pelé.

"Það væri gaman að horfa á gömul myndbönd af Pelé en hann er ekki enn búinn að senda mér diskinn eins og hann lofaði. Það segja allir að hann hafi verið einstakur leikmaður en ég get ekki myndað mér skoðun fyrr en ég hef horft á myndbönd af honum að spila," sagði Messi.

Hinn lítilláti Messi segir að það skipti sig engu máli hvort hann verði álitinn besti leikmaður allra tíma. Eina sem hann hugsi um sé að vinna titla með Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×