Fótbolti

Nýju liðsfélagar Margrétar Láru í frábærum málum í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir. Mynd/Daníel
Þýska liðið Turbine Potsdam er svo gott sem komið í átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna eftir 10-0 stórsigur á skoska liðinu Glasgow City í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitunum sem fram fór í Þýskalandi í dag.

Margrét Lára Viðarsdóttir hefur gert samning við þýska liðið og mun byrja að spila með liðinu eftir áramót. Margrét Lára getur því farið að undirbúa sig undir átta liða úrslit Meistaradeildarinnar sem fara fram í mars.

Turbine Potsdam sló Þór/KA út úr 32 liða úrslitunum en Glasgow City sló þá út gömlu liðsfélaga Margrétar Láru í Val. Potsdam-liðið vann 6-0 og 8-2 sigra í leikjum sínum við norðanstúlkur.

Anja Mittag skoraði þrennu fyrir Turbine Potsdam í kvöld, Anonman, sem er frá Miðbaugs-Gínea, skoraði tvö mörk eins og japanska landsliðskonan Yuki Nagasato og þær Bianca Schmidt og Chantal de Ridder skoruðu sitthvort markið. Tíunda og síðasta markið var síðan sjálfsmark.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×