Fótbolti

Beckham mun þekkja sinn vitjunartíma

Beckham í fyrri leiknum gegn Red Bulls.
Beckham í fyrri leiknum gegn Red Bulls.
David Beckham leggur mikið á sig til þess að vera í formi og getur enn staðið sig meðal þeirra bestu þrátt fyrir að vera 36 áta gamall. Hann segist ekki vera veruleikafirrtur og muni þekkja sinn vitjunartíma er hann kemur.

"Það er búið að segja að ég sé of gamall í 10-15 ár en ég hef samt haldið áfram að spila með landsliðinu og á toppnum. Ég er í toppformi, líður vel, elska að spila þannig að ég er alls ekki búinn að vera," segir Beckham sem hefur alla tíð verið eftirsóttur.

Það styttist í að samningur hans við LA Galaxy renni út en Beckham segist ekkert vera farinn að pæla í hvert hann fari næst, ef hann fari yfir höfuð.

"Ég mun setjast niður og skoða mína möguleika þegar þar að kemur. Maður þarf líka að vita hvenær sé rétt að hætta og ég held ég muni sætta mig við að hætta þegar sá tími kemur. Það er samt enn nokkuð í það," segir Becks.

Galaxy mætir NY Red Bulls í kvöld í seinni leik liðanna í undanúrslitum MLS-deildarinnar. Galaxy vann fyrri leikinn, 1-0.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×