Enski boltinn

Unglingar handteknir fyrir að beita Ameobi kynþáttaníði á Twitter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sammy Ameobi á æfingu með Newcastle.
Sammy Ameobi á æfingu með Newcastle. Nordic Photos / Getty Images
Lögreglan í Newcastle hefur handtekið tvo sautján ára pilta fyrir að nota niðrandi orðalag í garð Sammy Ameobi, nítján ára leikmann enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle.

Samskiptin sem um ræðir áttu sér stað á samskiptasíðunni Twitter en voru unglingarnir tveir að svara færslu sem Ameobi skrifaði um fótboltaskó sem hann er hrifinn af, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Lögreglan segir að umræddri færslu hafi verið svarað með kynþáttaníði en bæði Ameobi sjálfur sem og knattspyrnufélag Newcstle tilkynntu um málið til lögreglunnar.

Af Twitter-síðu Sammy Ameobi.
Færslu unglinganna hefur verið eytt en Ameobi endurbirti hana á sínum þræði á sínum tíma og bætti svo við: „Það er sorglegt að sjá að kynþáttahatur sé enn við lýði nú til dags."

Sammy Ameobi kemur af mikilli fótboltafjölskyldu en bræður hans eru báðir knattspyrnumenn. Shola leikur með Newcastle og Tomi var á mála hjá BÍ/Bolungarvík í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×