Íslenski boltinn

Tryggvi samdi við Stjörnuna til tveggja ára

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tryggvi Sveinn, til vinstri, í leik með Stjörnunni.
Tryggvi Sveinn, til vinstri, í leik með Stjörnunni. Mynd/Vilhelm
Tryggvi Sveinn Bjarnason hefur samið við Stjörnuna til næstu tveggja ára og mun því spila með liðinu áfram í Pepsi-deild karla. Þetta staðfesti Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi í dag.

Gamli samningur Tryggva rann út um mánaðamótin og hafði hann verið orðaður við önnur félög, til að mynda ÍBV. Hann er 28 ára varnarmaður sem getur reyndar líka brugðið sér í sóknina og hefur verið hjá Stjörnunni síðan 2008.

Tryggvi hóf ferilinn hjá KR en hefur einnig leikið með ÍBV. Alls á hann að baki 169 leiki í deild og bikar og hefur skorað í þeim þrettán mörk.

Fyrir stuttu samdi Daníel Laxdal við félagið á ný en enn á eftir að ganga frá samningum við nokkra leikmenn. Einn þeirra er Þorvaldur Árnason og sagði Almar að það væri vilji til þess að halda honum í Stjörnunni.

Hafsteinn Rúnar Helgason og Víðir Þorvarðarson eru einnig samningslausir sem og þeir Jesper Jensen og Nikolaj Pedersen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×