Enski boltinn

Redknapp vissi að eitthvað væri að er hann fór á hlaupabrettið

Hinn 64 ára gamli Harry Redknapp, stjóri Tottenham, gekkst undir hjartaaðgerð í gær en þrátt fyrir það býst hann við því að vera aftur kominn á hliðarlínunni eftir nokkrar vikur.

"Það er að koma landsleikjahlé þannig að þetta var fínn tími til þess að leggjast undir hnífinn. Fljótlega eftir hléð verð ég mættur aftur að skipta mér af," sagði Redknapp sem vissi að hann ætti við vandamál að stríða eftir að hafa verið að hlaupa heima hjá sér.

"Ég er með hlaupabretti heima og hleyp eða labba á því í hálftíma nokkrum sinnum í viku til þess að halda mér í formi. Að þessu sinni fékk ég fyrir hjartað eftir aðeins tvær mínútur á tækinu. Ég átti erfitt með andardrátt eftir svo stuttan tíma og þá vissi ég að ekki væri allt eins og það á að vera.

"Þegar slíkt gerist er best að hætta strax. Ég var samt ekkert hræddur en ég vissi að þetta væri aðvörun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×