Enski boltinn

Tevez íhugar að kæra Souness

Carlos Tevez, leikmaður Man. City, er afar ósáttur við allt skítkastið sem hann hefur fengið í kjölfar uppákomunnar í Munchen er hann neitaði að hita upp.

Margir knattspyrnusérfræðingar létu þung orð falla í kjölfarið og þeirra á meðal var Graeme Souness. Tevez íhugar nú að kæra Souness fyrir sín ummæli.

Ef Tevez gerir alvöru í málinu yrði það í fyrsta skipti sem knattspyrnuspekingi er stefnt vegna ummæla sinna í sjónvarpi.

Souness sagði meðal annars að Tevez væri rotið epli og væri fótboltanum til skammar.

Hægt er að sjá hluta af ummælum Souness í myndbandinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×