Enski boltinn

Evra fær frí til þess að syrgja

Manchester United og franska landsliðið munu gefa Patrice Evra frí í kjölfar þess að bróðir hans féll óvænt frá.

Bróðir hans var 42 ára gamall og féll frá rétt fyrir leik Man Utd og Man. City. Útförin fer fram í næstu viku.

Frakkarnir eru þegar búnir að gefa Evra frí frá landsliðsverkefnunum í næstu viku og Sir Alex Ferguson er einnig sagður ætla að gefa Evra frí um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×