Enski boltinn

Chamakh líklega á förum í janúar

Marouane Chamakh.
Marouane Chamakh.
Marouane Chamakh hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann kom til Arsenal frá Bordeaux og nú er talið líklegt að hann verði seldur í janúar.

Hinn 27 ára marokkóski framherji hefur ekki gert það sem hann átti að gera sem er að skora mörk og þolinmæði stjórans, Arsene Wenger, er víst á þrotum.

Spænska félagið Sevilla er talið ætla að gera tilboð í leikmanninn í janúar. Fleiri lið eru einnig að skoða málið.

Everton er þar á meðal en félagið vill reyna að fá Chamakh að láni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×