Enski boltinn

Enska knattspyrnusambandið ætlar að áfrýja leikbanni Rooney

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/Nordic Photos/Getty
Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að áfrýja þriggja leikja banni Wayne Rooney sem UEFA dæmdi framherja Manchester United í fyrir að sparka aftan í leikmann Svartfjallalands í lokaleik enska landsliðsins í undankeppni EM á dögunum.

Enska sambandið fékk á þriðjudaginn greinargerð aganefndar UEFA vegna dómsins og hefur til miðnættis í kvöld til að áfrýja banninu.

Standi UEFA við bannið mun Rooney missa af allra riðlakeppninni á EM næsta sumar en Fabio Capello hefur þegar gefið það út að Rooney verði með í EM-hópnum hver sem niðurstaðan verður.

Mörgum þótti bann Rooney vera harður og ósanngjarn dómur og þar á meðal er landsliðsmaður Svartfellinga sem var fórnarlamb Rooney í umræddum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×