Enski boltinn

Van Persie og Mancini bestir í októbermánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie.
Robin van Persie. Mynd/AP
Robin van Persie, framherji Arsenal, og Roberto Mancini, stjóri Manchester City, voru í dag valdir bestir í ensku úrvalsdeildinni í októbermánuði, Van Persie besti leikmaðurinn og  Mancini besti stjórinn.

Robin van Persie skoraði 7 mörk í 4 leikjum í október og Arsenal vann alla þrjá leikina sem Van Persie skoraði í. Hann er nú búinn að skora 28 mörk í 27 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2011.

Van Persie skoraði tvö mörk í sigrum á Sunderland og Stoke og endaði mánuðinn á því að skora þrennu í 5-3 sigri á Chelsea á Stamford Bridge.Þetta er í þriðja sinn sem Van Persie er valinn leikmaður mánaðarins en hann var einnig valinn bestur í nóvember 2005 og október 2009.

Roberto Mancini stýrði Manchester City til sigurs í öllum fjórum deildarleikjum liðsins í október þar á meðal var 6-1 sigur á nágrönnunum í Manchester United. Markatala Manchester City í október var 17-3 sem þýðir að liðið var að skora yfir fjögur mörk að meðaltali í leik í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×