Enski boltinn

Moyes ætlar að reyna að fá Donovan aftur

Donovan spilar með Beckham.
Donovan spilar með Beckham.
David Moyes, stjóri Everton, er aftur á höttunum eftir Bandaríkjamanninum Landon Donovan sem spilar með LA Galaxy. Moyes vill fá hann til félagsins í janúar.

Donovan var í láni hjá félaginu árið 2010 og sló í gegn. Moyes hefur síðan ekki farið leynt með að hann vilji fá Bandaríkjamanninn aftur.

"Við munum athuga með þennan möguleika. Hann var vinsæll leikmaður og okkur veitir ekki af hraða á hægri vænginn," sagði Moyes.

"Það er óraunhæft að kaupa hann og því yrðum við að fá hann lánaðan aftur. Við höfum ekki keypt sóknarmann í þrjú ár og það er að særa okkur. Við höfum fengið menn frítt eða á afar litlu verði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×