Enski boltinn

Newcastle komið í annað sætið

Heitinga skoraði sjálfsmark í dag.
Heitinga skoraði sjálfsmark í dag.
Ótrúlegt gengi Newcastle í ensku úrvalsdeildinni hélt áfram í dag er liðið vann 2-1 heimasigur á Everton. Newcastle er þar með komið upp í annað sæti deildarinnar.

John Heitinga varð fyrir því að óláni að skora sjálfsmark á 12. mínútu og koma þar sem Newcastle yfir. Ryan Taylor bætti öðru marki við fyrir Newcastle eftir hálftíma leik.

Everton kom sér inn í leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks er Jack Rodwell skoraði. Ekkert mark var hins vegar skorað í síðari hálfleik og Newcastle tók öll stigin í leiknum.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×