Enski boltinn

Wes Brown tryggði Man. Utd sigur - Liverpool missteig sig gegn Swansea

Maður dagsins. Leikmenn stóðu heiðursvörð er Sir Alex Ferguson mætti á völlinn í dag.
Maður dagsins. Leikmenn stóðu heiðursvörð er Sir Alex Ferguson mætti á völlinn í dag.
Lærisveinar Sir Alex Ferguson færðu stjóranum sínum sigur er hann fagnaði 25 ára starfsafmæli sínu hjá félaginu. Það var reyndar enginn glæsibragur á leik United en þrjú stig komu í hús og liðið í öðru sæti deildarinnar.

Það var nokkuð vel við hæfi að Wes Brown, leikmaður Man. Utd til 14 ára, skildi skora eina mark leiksins en hann stangaði boltann í eigið net. Hans fyrsti leikur á Old Trafford eftir að hann fór frá United og engu líkara en hann teldi sig enn vera að spila með United.

Arsenal er á gríðarlegri siglingu þessa dagana og vann afar sannfærandi sigur á WBA þar sem Robin Van Persie skoraði enn og aftur.

Liverpool lenti í miklu basli á heimavelli með nýliða Swansea og urðu að lokum að sætta sig við markalaust jafntefli.

Chelsea slapp aftur á móti með skrekkinn á útivelli gegn Blackburn en þrjú stig væntanlega kærkomin eftir erfitt gengi upp á síðkastið.

Úrslit dagsins:

Arsenal-WBA  3-0

1-0 Robin Van Persie (22.), 2-0 Thomas Vermaelen (38.), 3-0 Mikel Arteta (74.)

Aston Villa-Norwich City  3-2

0-2 Anthony Pilkington (24.), 1-1 Darren Bent (30.), 2-1 Gabriel Agbonlahor (47.), 3-1 Darren Bent (62.), 3-2 Steve Morison (76.)

Blackburn Rovers-Chelsea  0-1

0-1 Frank Lampard (51.)

Liverpool-Swansea City  0-0

Man. Utd-Sunderland  1-0

1-0 Wes Brown, sjm (45.+1).



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×