Enski boltinn

Man. Utd að landa efnilegum Belga

Framtíðarheimili Pereira.
Framtíðarheimili Pereira.
Sky Sports greinir frá því í dag að Man. Utd sé að ganga frá samningi við ungstirnið Andreas Pereira sem leikur með PSV Eindhoven.

Strákurinn er aðeins 15 ára gamall og er talinn vera einn efnilegasti leikmaður Evrópu. Öll stærstu félög álfunnar hafa verið að bera víurnar í strákinn.

Strákurinn er fæddur í Brasilíu en flutti til Belgíu ungur að aldri. Hann er unglingalandsliðsmaður hjá Belgum.

Samkvæmt heimildum Sky hefur Man. Utd unnið kapphlaupið um leikmanninn en önnur lið sem vildu fá strákinn eru Barcelona, Real Madrid, AC Milan, Inter og FC Bayern.

Það hefur líklega gert útslagið að Pereira er mikill aðdáandi United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×