Enski boltinn

Villas-Boas ætlar aðeins að þjálfa í 15 ár

Þó svo Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sé aðeins 34 ára gamall er hann þegar farinn að huga að því hvenær sé best að hætta. Hann ætlar ekki að láta starfið ganga af sér dauðum.

Villas-Boas segir að 15 ár sem stjóri sé nægilega langur tími og hann ætlar ekki að veikjast eins og Gerard Houllier og Harry Redknapp.

"Þetta starf tekur á taugarnar og reynir gríðarlega á menn. Þess vegna vil ég ekki vinna við þetta of lengi. Það hefur samt ekkert að gera með þann eldmóð sem ég hef núna fyrir starfinu," sagði Villas-Boas.

"Ég hef lengi hugsað að það sé gáfulegt að eiga stuttan feril. 15 ár verður nóg fyrir mig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×