Enski boltinn

Norðurstúkan á Old Trafford nefnd eftir Ferguson

Ferguson fyrir framan Norðurstúkuna í dag.
Ferguson fyrir framan Norðurstúkuna í dag.
Man. Utd heiðraði Sir Alex Ferguson í dag með því að nefna Norðurstúkuna á Old Trafford eftir stjóranum sem fagnar 25 ára starfsafmæli hjá Man. Utd.

Leikmenn Man. Utd og Sunderland stóðu heiðursvörð er Ferguson gekk inn á Old Trafford í dag. Ferguson hélt síðan ræðu fyrir áhorfendur.

Einnig var tilkynnt að stytta af Ferguson yrði afhjúpuð fyrir utan Old Trafford í byrjun næsta tímabils.

Ferguson tók við Man. Utd þann 6. nóvember árið 1986. Hann tók við starfinu af Ron Atkinson.

Stjórinn sagði í ræðu sinni í dag að hann væri stoltur af því að starfa fyrir besta félag heims.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×