Enski boltinn

Sigur hjá Aroni - Diouf sökkti Ívari og félögum

Aron Einar.
Aron Einar.
Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff City sem vann góðan heimasigur, 2-0,á Crystal Palace í ensku B-deildinni í dag. Aroni var skipt af velli á 76. mínútu.

Það voru Kenny Miller og Peter Whittingham sem skoruðu mörk Cardiff í síðari hálfleik. Cardiff komst í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum.

Ívar Ingimarsson var svo í byrjunarliði Ipswich sem tapaði, 2-3, gegn Doncaster. El-Hadji Diouf skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með Doncaster.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×