Enski boltinn

Ferguson hrærður yfir móttökunum

Ferguson hélt fína ræðu.
Ferguson hélt fína ræðu.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var að vonum sáttur við hafa fengið sigur í leiknum í dag sem markaði 25 ára veru hans hjá félaginu.

"Það var svolítið stress í okkur en ég tek ekkert frá Sunderland sem barðist grimmilega. Það gengur illa hjá þeim sem stendur en ég sé ekki fyrir mér að liðið lendi í vandræðum," sagði Ferguson.

"Steve Bruce er frábær stjóri sem hefur staðið sig vel hjá félaginu," sagði Ferguson en Bruce hefur aldrei náð að leggja Ferguson af velli.

Stjórinn fékk hlýjar móttökur fyrir leik þar sem meðal annars var opinberað að norðurstúkan á Old Trafford myndi hér eftir bera hans nafn.

"Ég átti ekki vin á þessum móttökum og fyrirhöfn í dag. Ég er upp með mér yfir þessu og það hreyfði við mér að sjá nafnið mitt á stúkunni. Ég hafði ekki hugmynd um þetta."

United ætlar einnig að reisa styttu af Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×