Enski boltinn

Dalglish: Megum ekki spila svona illa aftur

Kuyt svekktur þegar mark sem hann skoraði var dæmt af.
Kuyt svekktur þegar mark sem hann skoraði var dæmt af.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var sársvekktur að hafa aðeins fengið eitt stig gegn nýliðum Swansea á heimavelli í dag.

"Við spiluðum ekki eins vel og við getum og ég get ekki annað en hrósað Swansea fyrir að draga úr okkur tennurnar," sagði Dalglish.

"Ég er samt vonsvikinn yfir því að við skildum ekki hafa spilað betur. Auðvitað þurfum við að bera virðingu fyrir öllum  andstæðingum. Engu að síður þurfum við að fara yfir hlutina og sjá hvað við getum gert svo slík frammistaða endurtaki sig ekki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×