Enski boltinn

Bolton valtaði yfir Stoke

Leikmenn Bolton fagna í dag.
Leikmenn Bolton fagna í dag.
Bolton er enn í fallsæti þrátt fyrir stórsigur, 5-0, gegn Stoke í dag. Ekki á hverjum degi sem Stoke fær svona mörg mörk á sig í leik.

Veislan hófst strax á 2. mínútu er Kevin Davies braut ísinn. Chris Eagles skoraði frábært mark þegar markvörður Stoke hafði átt skelfilega hreinsun frá marki.

Í síðari hálfleik kórónaði Eagles góðan leik með sínu öðru marki og Ivan Klasnic skoraði einnig tvívegis.

Bolton er stigi frá því að komast upp úr fallsæti núna en Stoke er í ellefta sæti.

Grétar Rafn Steinsson var ekki í leikmannahópi Bolton í dag.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×