Enski boltinn

Spurs slapp með skrekkinn

Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.
Tottenham er komið upp að hlið Chelsea í ensku úrvalsdeildinni eftir sterkan útisigur á Fulham, 1-3, á Craven Cottage.

Chris Baird varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 10. mínútu. Gareth Bale negldi þá boltanum fyrir af stuttu færi. Boltinn fór í greyið Baird og þaðan í netið. Ekkert sem hann gat gert við þessu.

Undir lok fyrri hálfleiks kom Aaron Lennon Spurs síðan í 0-2 og þægilega stöðu.

Rúmum hálftíma fyrir leikslok var komið að Younes Kaboul að skora sjálfsmark. 1-2 og spenna í leiknum. Fulham pressaði nokkuð stíft, var nálægt því að jafna en allt kom fyrir ekki.

Pressan hjá Fulham í uppbótartíma var hreint út sagt ótrúleg og með ólíkindum að liðið skildi ekki hafa skorað. Heimamenn áttu meðal annars að fá víti en dómarinn flautaði ekki. Þegar Fulham-menn voru hættir að verjast skoraði Defoe mark algjörlega gegn gangi leiksins.

Fulham er í sextánda sæti deildarinnar.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×