Fótbolti

Neymar skoraði fjögur í 4-1 sigri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brasilíumaðurinn Neymar er einn allra efnilegasti knattspyrnumaður heimsins og minnti hann aftur á sig í nótt er hann skoraði öll mörk sinna manna í 4-1 sigri Santos á Atletico Paranaense í Brasilíu í nótt.

Neymar er aðeins nítján ára gamall en þeir eru margir sem telja að hann verði senn einn allra besti knattspyrnumaður heims. Pele vill meina að hann geti jafnvel orðið betri en Lionel Messi en hann er vissulega hlutdrægur.

Neymar skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu strax á annarri mínútu, svo aftur úr vítaspyrnu á 55. mínútu en skoraði svo tvö til viðbótar á næsta stundarfjórðungi.

Santos hefur þó ekkert gengið sérstaklega vel á tímabilnu í Série A-deildinni í Brasilíu og er í níunda sæti með 45 stig eftir 32 leiki. Spennan í toppbaráttunni er mikil en aðeins tvö stig skilja af efstu þrjú liðin þegar lítið er eftir af mótinu.

Vasco da Gama er á toppnum með 57 stig en Corinthians og Botafogo koma næst með 55 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×