Fótbolti

Jóhann Berg kom inn á í sigurleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Berg í leik með AZ Alkmaar.
Jóhann Berg í leik með AZ Alkmaar. Nordic Photos / AFP
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar styrktu í dag stöðu sína á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar með 1-0 útisigri á Heracles.

Jóhann Berg kom inn á sem varamaður og spilaði síðasta stundarfjórðunginn en sigurmarkið skoraði Adam Maher þegar aðeins ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.

AZ hefur aðeins tapað einum leik af ellefu til þessa á tímabilinu og er í efsta sæti deildarinnar með 26 stig, fjórum stigum meira en PSV og Twente sem koma næst.

Jóhann Berg var í byrjunarliði AZ um síðustu helgi en mátti sætta sig við að byrja á bekknum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×