Fótbolti

Slegist þegar Beckham hafði betur gegn Henry

Beckham og Henry takast á.
Beckham og Henry takast á.
David Beckham lagði upp sigurmarkið í leik LA Galaxy og New York Red Bulls í bandaríska boltanum í gær. Leikurinn fór 1-0 fyrir Galaxy en það var Mike Magee sem skoraði markið.

Galaxy var sterkari aðilinn í leiknum og Robbie Keane hafði átt skot í stöng skömmu áður en Magee skoraði.

Mikill hiti var í leiknum og leikmenn slógust eftir að leik lauk. Þá fengu tveir leikmenn að líta rauða spjaldið og þar á meðal Rafael Marquez, fyrrum leikmaður Barcelona.

Þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum MLS-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×