Fótbolti

Marco van Basten snýr ekki aftur til Ajax

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Marco van Basten mun ekki taka við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá hans gamla félagi, Ajax. Kolbeinn Siþgórsson leikur með Ajax en hann er nú frá vegna meiðsla.

Johan Cruyff starfar nú sem ráðgjafi hjá Ajax og hann mældi með því að ráða Van Basten í starfið. „Ég ræddi við Ajax og þetta er áhugavert starf,“ sagði Van Basten í samtali við hollenska fjölmiðla.

„En það var mikið um ef og kannski sem okkur tókst ekki að leysa. Á endanum komust við að þeirri niðurstöðu að það væri best að hætta viðræðunum.“

Marc Overmars, Edwin van der Sar og Guus Hiddink hafa einnig verið orðaðir við starfið en sá síðastnefndi er í dag landsliðsþjálfari Tyrklands sem mætir Króatíu í umspili um sæti á EM 2012 í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×