Íslenski boltinn

Haukur Heiðar búinn að semja við KR

Haukur Heiðar.
Haukur Heiðar. mynd/heimasíða KA
Akureyringurinn efnilegi, Haukur Heiðar Hauksson, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara KR. Hann kemur til KR frá KA.

Það hefur legið fyrir í talsverðan tíma að Haukur Heiðar gengi í raðir KR og nú er loksins búið að ganga frá öllum formsatriðum.

Haukur Heiðar, sem er tvítugur, er sterkur hægri bakvörður og eru miklar vonir bundnar við leikmanninn. Hann var valinn besti leikmaður KA á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×