Fótbolti

Með kókaín í Kóraninum

Leikmenn Íran fagna marki.
Leikmenn Íran fagna marki.
Íranski landsliðsmaðurinn Amou Lashgarian Hassan var handtekinn í Mílanó í morgun en hann reyndi að smygla kókaíni inn til landsins.

Hassan var með tæplega 700 grömm í fórum sínum en markaðsverð efnisins er metið á 40 milljónir króna.

Hassan faldi efnið í skónum sínum sem og í Kóraninum sem hann bar með sér.

Tveir aðrir Íranir voru handteknir vegna málsins en fylgst hafði verið með ferðum mannanna frá Bretlandi til Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×