Dóra María kom inn á og tryggði íslenskan sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2011 13:50 Mynd/Daníel Dóra María Lárusdóttir var hetja íslenska kvennalandsliðsins sem vann nauman 1-0 sigur á Ungverjalandi í fyrsta útileik sínum í undankeppni EM 2013. Dóra María skoraði markið á 68. mínútu en hún kom inn á sem varamaður í hálfleik. Sigurmark Dóru Maríu kom eftir fyrirgjöf frá Fanndísi Friðriksdóttur og skalla Margrétar Láru Viðarsdóttur sem var varinn. Íslensku stelpurnar voru búnar að bíða lengi eftir þessu marki því liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik í 3-1 sigri á Noregi en hafði síðan ekki skorað í rúma fjóra hálfleiki eða í 216 mínútur þegar Dóra María skoraði þetta mikilvæga mark. Athygli vekur að Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, notaði Eddu Garðarsdóttur ekkert í þessum leik í dag en hún var kominn aftur inn í hópinn eftir meiðsli. Sigurður Ragnar skipti þeim Dóru Maríu, Dagnýju Brynjarsdóttur og Guðnýju Björk Óðinsdóttir inn en Edda sat allan tímann á bekknum. Íslensku stelpurnar hafa nú náð í tíu stig af tólf mögulegum í riðlinum en þær mæta síðan Norður-Írum í Belfast á miðvikudaginn kemur. Umfjöllun um leikinn af heimasíðu KSÍ:Dóra María Lárusdóttir.Mynd/AntonÍslenska kvennalandsliðið vann góðan útisigur á Ungverjum í dag en leikurinn var í undankeppni EM. Lokatölur urðu 0 - 1 og var það Dóra María Lárusdóttir sem að skorað mark Íslands á 68. mínútu. Mikil barátta einkenndi leikinn og ekki litu mörg færi dagsins ljós. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað en íslenska liðið tók þó fljótt yfirhöndina og réð ferðinni mestan hluta hálfleiksins. Færin sem sköpuðust voru ekki mörg og Margrét Lára komst næst því á 34. mínútu en varnarmenn Ungverja komust í veg fyrir skotið. Undir lok hálfleiksins sóttu heimastúlkur í sig veðrið og þurfti Þóra að taka einu sinni á stóra sínum til þess að koma í veg fyrir að Ungverjar kæmust yfir. Þóra var aftur í sviðsljósinu í byrjun seinni hálfleiks þegar hún bjargaði glæsilega eftir að sóknarmaður Ungverja og Þróttar, Fanny Vago, komst ein inn fyrir vörn Íslands. Seinni hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og hlaup nokkur harka í leikinn. Okkar stelpur fengu að líta gula spjaldið í þrígang í seinni hálfleiknum hjá þýska dómaranum enda ekkert gefið eftir. Baráttan kom nokkuð niður á flæði í sóknar leiknum og sköpuðu stelpurnar ekki mikið af færum. Það var hinsvegar Dóra María Lárusdóttir sem braut ísinn á 68. mínútu eftir mikinn atgang í teignum. Markvörður Ungverja varði skalla frá Margréti Láru en Dóra María kom boltanum yfir línuna. Það reyndist vera eina mark leiksins og gátu stelpurnar fagnað stigunum þremur í leikslok. Í heilt yfir var leikurinn ekkert sérstaklega leikinn af hálfu stelpnanna en ungverska liðið veitti þeim svo sannarlega verðuga mótspyrnu. Stigin þrjú hinsvegar dýrmæt í baráttunni um að komast í úrslitakeppni EM í Svíþjóð því þangað stefna stelpurnar. Íslenski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Sjá meira
Dóra María Lárusdóttir var hetja íslenska kvennalandsliðsins sem vann nauman 1-0 sigur á Ungverjalandi í fyrsta útileik sínum í undankeppni EM 2013. Dóra María skoraði markið á 68. mínútu en hún kom inn á sem varamaður í hálfleik. Sigurmark Dóru Maríu kom eftir fyrirgjöf frá Fanndísi Friðriksdóttur og skalla Margrétar Láru Viðarsdóttur sem var varinn. Íslensku stelpurnar voru búnar að bíða lengi eftir þessu marki því liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik í 3-1 sigri á Noregi en hafði síðan ekki skorað í rúma fjóra hálfleiki eða í 216 mínútur þegar Dóra María skoraði þetta mikilvæga mark. Athygli vekur að Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, notaði Eddu Garðarsdóttur ekkert í þessum leik í dag en hún var kominn aftur inn í hópinn eftir meiðsli. Sigurður Ragnar skipti þeim Dóru Maríu, Dagnýju Brynjarsdóttur og Guðnýju Björk Óðinsdóttir inn en Edda sat allan tímann á bekknum. Íslensku stelpurnar hafa nú náð í tíu stig af tólf mögulegum í riðlinum en þær mæta síðan Norður-Írum í Belfast á miðvikudaginn kemur. Umfjöllun um leikinn af heimasíðu KSÍ:Dóra María Lárusdóttir.Mynd/AntonÍslenska kvennalandsliðið vann góðan útisigur á Ungverjum í dag en leikurinn var í undankeppni EM. Lokatölur urðu 0 - 1 og var það Dóra María Lárusdóttir sem að skorað mark Íslands á 68. mínútu. Mikil barátta einkenndi leikinn og ekki litu mörg færi dagsins ljós. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað en íslenska liðið tók þó fljótt yfirhöndina og réð ferðinni mestan hluta hálfleiksins. Færin sem sköpuðust voru ekki mörg og Margrét Lára komst næst því á 34. mínútu en varnarmenn Ungverja komust í veg fyrir skotið. Undir lok hálfleiksins sóttu heimastúlkur í sig veðrið og þurfti Þóra að taka einu sinni á stóra sínum til þess að koma í veg fyrir að Ungverjar kæmust yfir. Þóra var aftur í sviðsljósinu í byrjun seinni hálfleiks þegar hún bjargaði glæsilega eftir að sóknarmaður Ungverja og Þróttar, Fanny Vago, komst ein inn fyrir vörn Íslands. Seinni hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og hlaup nokkur harka í leikinn. Okkar stelpur fengu að líta gula spjaldið í þrígang í seinni hálfleiknum hjá þýska dómaranum enda ekkert gefið eftir. Baráttan kom nokkuð niður á flæði í sóknar leiknum og sköpuðu stelpurnar ekki mikið af færum. Það var hinsvegar Dóra María Lárusdóttir sem braut ísinn á 68. mínútu eftir mikinn atgang í teignum. Markvörður Ungverja varði skalla frá Margréti Láru en Dóra María kom boltanum yfir línuna. Það reyndist vera eina mark leiksins og gátu stelpurnar fagnað stigunum þremur í leikslok. Í heilt yfir var leikurinn ekkert sérstaklega leikinn af hálfu stelpnanna en ungverska liðið veitti þeim svo sannarlega verðuga mótspyrnu. Stigin þrjú hinsvegar dýrmæt í baráttunni um að komast í úrslitakeppni EM í Svíþjóð því þangað stefna stelpurnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti