Fótbolti

Sandnes Ulf komst í dag í norsku úrvalsdeildina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steinþór Freyr þegar hann gekk í raðir Sandnes Ulf.
Steinþór Freyr þegar hann gekk í raðir Sandnes Ulf. Mynd. / Heimasíða Sandnes Ulf
Steinþór Freyr Þorsteinsson og Ingimundur Níels Óskarsson komust í dag í norsku úrvalsdeildina þegar lið þeirra Sandnes Ulf rústaði Löv-Ham í næstsíðustu umferð norsku 1. deildarinnar.

Sandnes Ulf er því komið með 56 stig á toppi deildarinnar og hefur fimm stiga forystu á Ham Kam sem er í þriðja sætinu.

Steinþór Freyr Þorsteinsson var fjarri góðu gamni í leiknum í dag þar sem leikmaðurinn var í banni, en Ingimundur Níels Óskarsson var á varamannabekknum alla leikinn.

Hönefoss vann mikilvægan sigur á Mjöndalen 3-0 og er svo gott sem búið að tryggja sér í úrvalsdeildina, en liðið er þremur stigum á undan HamKam en með miklu betra markahlutfall.

Kristján Örn Sigurðsson er í liði Hönefoss og Arnór Sveinn Aðalsteinsson fór til félagsins á láni frá Breiðablik í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×