Erlent

Skyldmenni raðmorðingja játar morð

Ivan Milat herjaði á ungt fólk í Belangloskóginum í Ástralíu.
Ivan Milat herjaði á ungt fólk í Belangloskóginum í Ástralíu.
Unglingur í Ástralíu hefur játað að hafa myrt góðvin sinn með exi. Pilturinn er skyldmenni Ástralska raðmorðingjans Ivan Milats.

Pilturinn játaði að hafa myrt 17 ára félaga sinn í Belangloskóginum rétt fyrir utan Sidney. Hann skildi lík félaga síns eftir á staðnum, falið undir greinum. Á árunum 1989 til 1992 herjaði frændi piltins, Ivan Milats, á gesti skógarins. Hann myrti sjö ungmenni og var dæmdur í ævilangt fangelsi.

Pilturinn er sagður hafa gortað sig af tengslum sínum við Milats eftir verknaðinn. Vitorðsmaður hans tók morðið upp á myndband.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×