Íslenski boltinn

Andri Steinn elti Willum í Leikni

Andri Steinn er kominn í Breiðholtið.
Andri Steinn er kominn í Breiðholtið. mynd/heimasíða Leiknis
Willum Þór Þórsson er búinn að landa sínum fyrsta leikmanni síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá 1. deildarliði Leiknis. Miðjumaðurinn Andri Steinn Birgisson er búinn að semja við Leikni.

Willum þekkir ansi vel til Andra enda hefur hann leikið undir stjórn Willums hjá Keflavík síðustu tvö ár.

Andri Steinn er 27 ára gamall og hefur einnig leikið með Fylki, Fram, Grindavík, Víkingi og Aftureldingu.

Þá hefur Vigfús Arnar Jósepsson skrifað undir nýjan samning við Leiknismenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×