Fótbolti

Þrefalda refsingin afnumin næsta sumar

Busacca gefur hér Van Persie rauða spjaldið.
Busacca gefur hér Van Persie rauða spjaldið.
Eitt af því sem truflar knattspyrnuáhugamenn hvað mest er hin svokallaða þrefalda refsing. Það er þegar dæmt er víti á leikmann, hann fær rautt spjald og fer í bann. Það finnst mörgum allt of grimmt.

FIFA hefur loksins ákveðið að taka á þessu vandamáli og hefur sett saman nefnd sem er að koma fram með breytingatillögur. Þær eru í rauninni einfaldar - að leikmaður fái ekki rautt spjald fyrir minniháttar brot.

Það er Franz Beckenbauer sem fer fyrir nefndinni en í henni er einnig dómarinn Massimo Busacca. Samkvæmt nýju áherslunum þá hefði Busacca ekki þurft að reka markvörð Suður-Afríku af velli í leiknum gegn Úrúgvæ á síðasta HM. Markvörðurinn rétt kom við Luis Suarez en fékk rautt og fór í bann.

"Þetta er ein af breytingunum sem við viljum sjá. Að markvörður fái ekki sjálfkrafa rautt fyrir hvaða brot sem er," sagði Busacca.

Leikmenn munu eftir sem áður fá beint rautt spjald fyrir að verja boltann á línunni til að koma í veg fyrir mark.

Þessar áherslur verða væntanlega teknar í gagnið næsta sumar.

Nefndin sem Beckenbauer stýrir er með fjölda fyrrum atvinnumanna og er stefnan að koma með tillögur að því hvernig megi bæta fótboltann enn frekar fyrir HM 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×