Fótbolti

Alfreð kom af bekknum og skoraði tvö mörk

Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. mynd/heimasíða Lokeren
Alfreð Finnbogason komst loksins á blað hjá belgíska félaginu Lokeren í kvöld þegar liðið lagði Westerlo, 3-1, í bikarkeppninni.

Alfreð skoraði tvö af mörkum Lokeren sem lenti 0-1 undir í leiknum.

Mörk Alfreðs komu á 79. og 85. mínútu en hann kom af varamannabekknum á 58. mínútu.

Það er vonandi fyrir Alfreð að hann fái meira að spila í kjölfarið en hann hefur mátt sætta sig við talsverða bekkjarsetu hjá liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×