Enski boltinn

Andre Villas-Boas tileinkaði Terry sigurinn

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, tileinkaði John Terry 2-1 sigur Chelsea gegn Everton í deildarbikarkeppninni í gær.
Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, tileinkaði John Terry 2-1 sigur Chelsea gegn Everton í deildarbikarkeppninni í gær. Nordic Photos / Getty Images
Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, tileinkaði John Terry 2-1 sigur Chelsea gegn Everton í deildarbikarkeppninni í gær. Chelsea tryggði sér sigur í framlengingu en Terry sem er fyrirliði Chelsea var ekki í leikmannahópnum. Enska knattspyrnusambandið rannsakar þessa dagana mál sem tengist Terry en hann er ásakaður um kynþáttahatur í garð Anton Ferdinand varnarmanns QPR.

„Ég held að allir leikmenn liðsins vilji tileinka John Terry sigurinn,“  sagði Portúgalinn eftir leik í gær.

Enska knattspyrnusambandið er þessa dagana að fara yfir öll gögn sem tengjast meintu kynþáttaníði John Terry fyrirliða Chelsea og enska landsliðsins. Terry og Anton Ferdinand varnarmaður QPR deildu harkalega þegar liðin áttust við um s.l. helgi þar sem Heiðar Helguson skoraði sigurmarkið QPR. Þar á Terry að hafa notað niðrandi orð sem tengjast litarhætti Ferdinand.

Forráðamenn QPR hafa neitað því að þrír leikmenn liðsins hafi verið kallaðir inn sem vitni í málinu.Terry þarf að svara fyrir sig á næstu dögum en myndbandsupptökur frá atvikinu benda til þess að eitthvað hafi gengið á í samskiptum þeirra Terry og Ferdinand.

Terry sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann neitar því að hafa notað niðrandi orð um Ferdinand.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×