Enski boltinn

Van Persie byrjaður að ræða nýjan samning við Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie.
Robin van Persie. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði í viðtali við BBC að félagið væri byrjað í samningaviðræðum við Hollendinginn Robin van Persie sem gegnir stöðu fyrirliða hjá Lundúnafélaginu.

Robin van Persie hefur skorað 9 mörk í 13 leikjum fyrir Arsenal á þessu tímabili en samningur hans við Arsenal rennur út í júlí 2013. Hann er núna eini leikmaður Arsenal sem hefur unnið titil með félaginu en Van Persie kom til Arsenal árið 2004 .

„Hann á 18 mánuði eftir af samningnum sínum og ég er viss um að hann skrifar undir nýjan samning. Ég er alltaf bjartsýnn," sagði Arsene Wenger við blaðamann BBC.

Robin van Persie hefur verið orðaður við önnur félög síðustu misseri og enskir fjölmiðlar hafa álitið sem svo að hann væri næsta stórstjarnan sem færi frá Arsenal. Cesc Fabregas og Samir Nasri yfirgáfu Ársenal í haust. Nasri vildi ekki skrifa undir nýjan samning og Fabregas vildi endilega komast aftur heim til Barcelona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×