Fótbolti

Pele: Stallone var erfiðasti mótherjinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pele og Stallone.
Pele og Stallone. Mynd/Nordic Photos/Getty
Pele varð 71 árs gamall 23. október síðastliðinn en hann er að mörgum talinn vera besti knattspyrnumaður allra tíma. Pele varð þrisvar sinnum Heimsmeistari með Brasilíu, síðast árið 1970 þegar hann skoraði eitt og lagði upp tvö í 4-1 sigri á Ítalíu í úrslitaleiknum. Pele skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum á HM 1958 þegar hann var aðeins 17 ára gamall.

Pele er staddur í London þessa dagana og hann var spurður af því hver hafi verið erfiðasti mótherjinn hans á ferlinum. Það stóð ekki á svari hjá kappanum en svarið kom á óvart enda bjuggust flestir við að hann myndi nefna menn eins og Bobby Moore eða Giacinto Facchetti

„Sylvester Stallone var erfiðasti mótherjinn á ferlinum. Ég kynntist hörku hans við tökur á Escape to Victory. Hann var mjög sterkur," sagði Pele í léttum tón.

Pele vísar þar í mynd frá árinu 1981 þar sem hann lék við hlið Sylvester Stallone, Michael Caine, Max von Sydow og Bobby Moore. Myndin fjallar um fótboltaleik í þýskum fangabúðum í seinni heimstyrjöldinni þar sem Stallone og Pele fóru á kostum með fangaliði Bandamanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×