Fótbolti

Ronaldo: Ekkert að því að stunda kynlíf fyrir leiki

Ronaldo hefur örugglega oft saknað kærustunnar þegar hann var einn a hótelherbergi með landsliðinu.
Ronaldo hefur örugglega oft saknað kærustunnar þegar hann var einn a hótelherbergi með landsliðinu.
Það er alkunna í íþróttaheiminum að leikmenn séu settir í kynlífsbann fyrir leiki. Á stórmótum fá leikmenn síðan helst ekki að hitta konur sínar svo vikum skiptir.

Þjálfarar vilja ekki að leikmenn séu að eyða orku í rúminu. Þeir eiga að eyða orkunni á vellinum samkvæmt þjálfurum. Sitt sýnist hverjum um þessar reglur og margir leikmenn eru á því að það geri mönnum aðeins gott að eyða gæðatíma með konunni fyrir leiki.

Brasilíumaðurinn Ronaldo, sem lagði skóna á hilluna á dögunum, er einn þeirra sem segir ekkert vera að því að stunda kynlíf fyrir leiki.

"Það getur enginn sannað að það hafi slæm áhrif á frammistöðu leikmanns að stunda kynlíf fyrir leiki. Það þreytir menn frekar að stunda sjálfsfróun," sagði Ronaldo opinskár.

Hann viðurkennir í sama viðtali að hafa stungið af úr búðum brasilíska landsliðsins á Copa America árið 1997.

"Romario sannfærði mig um að stelast af hótelinu. Þetta var vel skipulagður flótti og ég þurfti að hafa stiga kláran og stökkva yfir vegg. Því miður get ekki gefið meira upp," sagði Ronaldo og hló dátt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×