Íslenski boltinn

KSÍ og UEFA styrkja yngri flokkana um 88 milljónir

Hans Steinar Bjarnason skrifar
Kostnaður knattspyrnufélaga á Íslandi við rekstur á yngri flokkastarfi nemur allt að sextíu milljónum króna á ári. UEFA styrkir barna og unglingastarf íslenskra félaga um 43 milljónir og KSÍ bætir 45 milljónum við.

Uefa lætur á hverju ári hluta af tekjum vegna meistaradeildarinnar renna til félaga í öllum aðildarlöndum sínum til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.

Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili liggur nú fyrir og er hlutur íslensku félaganna um 43 milljónir króna

KSÍ bætir við 45 milljónum og skiptast 88 milljónir króna þannig niður samkvæmt ákvörðun uefa að hvert félag í efstu deild fær rúmar þrjár komma sex milljónir króna, fyrstudeildarfélögin eina komma sex milljón og rúm milljón fer til félaga í annarri deild

Umfjöllun Hans Steinars Bjarnasonar um málið má sjá í myndbandinu hér að ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×