Fótbolti

Níu stiga forysta Rangers í Skotlandi - enn misstígur Celtic sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Naismith þurfti að fara meiddur af velli hjá Rangers í dag.
Steven Naismith þurfti að fara meiddur af velli hjá Rangers í dag. Nordic Photos / Getty Images
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Hibernian náðu góðu jafntefli á útivelli gegn Celtic sem er nú tólf stigum á eftir toppliði Rangers í skosku úrvalsdeildinni.

Guðlaugur Victor kom inn á sem varamaður í blálokin en hann var einn fjögurra leikmanna sem misstu sæti sitt í byrjunarliðinu eftir 4-1 tap liðsins gegn Celtic í deildabikarnum nú í vikunni.

Rangers vann á sama tíma Aberdeen á útivelli, 2-1, og lék Kári Árnason allan leikinn fyrir síðarnefnda liðið. Hann komst nálægt því að skora með föstu skoti en Allan McGregor, markvörður Rangers, varði frá honum.

Motherwell er óvænt í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, níu á eftir Rangers en þremur á undan Celtic. Liðið vann í dag 3-2 útisigur á Inverness CT.

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Hearts eru í fimmta sæti með átján stig en liðið tapaði fyrir Kilmarnock á heimavelli í dag, 1-0. Eggert Gunnþór lék allan leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×