Íslenski boltinn

Guðlaugur aðstoðar Heimi Guðjóns

Heimir er búinn að ráða nýjan aðstoðarmann.
Heimir er búinn að ráða nýjan aðstoðarmann.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, er búinn að finna sér nýjan aðstoðarmann en aðstoðarmaður hans síðustu ár, Jörundur Áki Sveinsson, hætti hjá FH á dögunum.

Nýi aðstoðarmaðurinn heitir Guðlaugur Baldursson og þekkir vel til í Hafnarfirðinum eftir að hafa alist þar upp. Frá þessu er greint á fhingar.net.

Guðlaugur mun einnig vinna náið með 2. flokks þjálfara FH. Guðlaugur var síðast þjálfari hjá ÍR en hann hefur einnig þjálfað ÍBV í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×