Íslenski boltinn

Ásmundur að taka við Fylki

Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson verður næsti þjálfari Pepsi-deildarliðs Fylkis og tekur við starfinu af Ólafi Þórðarsyni. Það hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum.

Ásmundur hefur verið þjálfari Fjölnis undanfarin ár og náð þar eftirtektarverðum árangri. Húsvíkingurinn mun funda með Fjölnismönnum klukkan fimm í dag og láta þá vita með formlegum hætti að hann sé hættur.

Hann mun í kjölfarið ganga frá samningi við Fylki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×