Íslenski boltinn

Ásmundur gerir þriggja ára samning við Fylki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson. Mynd/E. Stefán
Fylkismenn hafa staðfest það að Ásmundur Arnarsson, fyrrum þjálfari 1. deildarliðs Fjölnis, hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Fylkis. Ásmundur skrifaði undir þriggja ára samning við Árbæjarliðið og tekur þar við starfi Ólafs Þórðarsonar.

„Mikið uppbyggingarstarf er í Fylki, þar sem margir ungir leikmenn hafa fengið eldskírn á síðustu misserum, og því eru spennandi tímar framundan . Ásmundi er ætlað að taka við því góða starfi sem unnið var af Ólafi Þórðarsyni síðustu ár, og koma liðinu meðal fremstu liða á komandi árum. Fylkismenn eru mjög ánægðir með að fá Ásmund í Árbæinn og bjóða hann velkominn til starfa," segir í fréttatilkynningu frá Fylki.

Ásmundur er þessa stundina að skrifa undir samning í Fylkishöll. Hann var búinn að þjálfa Fjölnisliðið í sjö ár og undir hans stjórn náði félagið sínum besta árangri í sögunni. Ásmundur hafði áður þjálfað Völsung í tvö sumur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×