Fótbolti

Beasley: Klinsmann er svalur þjálfari

Klinsmann er vinsæll í Bandaríkjunum.
Klinsmann er vinsæll í Bandaríkjunum.
Þjóðverjinn Jurgen Klinsmann er heldur betur að hrista upp í hlutunum hjá bandaríska landsliðinu. Klinsmann hefur komið inn með miklar breytingar hjá landsliðinu sem fara vel í leikmenn liðsins.

Klinsmann vann sinn fyrsta leik með bandaríska liðinu um helgina og kom strákunum nokkuð á óvart eftir leik.

"Það var þögn í klefanum. Þá kemur Klinsmann inn, labbar að iPaddinum og kveikir á tónlist. Þannig þjálfari er hann. Hann er svalur og skemmtilegur," sagði DaMarcus Beasley, leikmaður landsliðsins.

Klinsmann er að breyta ýmsu hjá liðinu og þar á meðal taktíkinni en mörgum finnst hafa orðið stöðnun hjá landsliðinu síðan það komst í átta liða úrslit á HM 2002.

"Hann er svo sannarlega öðruvísi en fyrrirennarar hans en á jákvæðan hátt. Hann er fullur af lífi og alltaf brosandi. Það er mikil orka í honum og það leynir sér ekki að hann er hamingjusamur. Þessi orka mun smitast yfir í okkur," sagði Beasley.

Klinsmann er einnig að breyta mörgum litlum hlutum eins og númerakerfinu. Klinsmann hefur tekið upp gamla góða einn upp í ellefu kerfið fyrir byrjunarliðið. Enginn á því fast númer lengur og menn þurfa að berjast fyrir byrjunarliðstreyju.

Reyndar eru margir leikmanna liðsins svo ungir að það þurfti að segja þeim frá þessu kerfi sem var svo lengi við lýði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×