Enski boltinn

Ferguson um leiki United og Liverpool: Eru stærri en El Clásico

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gerir alltaf mikið úr leikjum United og Liverpool og það hefur verið engin undantekning á því í aðdraganda leiks Liverpool og United á Anfield í hádeginu á morgun.

Ferguson segir þetta vera stærsta félagsleik í heimi og þar með stærri heldur en El Clásico leikir Barcelona og Real Madrid á Spáni.

„Þið þekkið vel muninn. Barcelona er á einum endanum á Spáni og Madrid er á hinum. Stuðningsmennirnir ferðast síðan ekki á Spáni. Eini leikurinn sem stenst samanburð við leiki United og Liverpool eru leikir Rangers og Celtic," sagði Sir Alex Ferguson á blaðamannafundi fyrir leikinn á morgun.

„Ég hef alltaf litið svo á að þessir leikir séu þeir stærstu á hverju tímabili í enska fótboltanum. Saga klúbbanna og borganna tveggja hefur þar mest að segja," sagði Ferguson en þegar hann tók við liði United var Liverpool búið að vinna níu fleiri Englandsmeistaratitla. Í dag hefur United hinsvegar tekið metið af erkifjendum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×