Enski boltinn

Chelsea vann auðveldan sigur á Everton

John Terry fagnar marki sínu í dag.
John Terry fagnar marki sínu í dag.
Chelsea vann góðan sigur á Everton er liðið úr Bítlaborginni kom í heimsókn á Stamford Bridge. Lokatölur 3-1 fyrir Chelsea sem hafði ekki tekist að leggja Everton á heimavelli í síðustu fimm tilraunum.

Daniel Sturridge kom Chelsea yfir eftir hálftíma leik og John Terry kom Chelsea í þægilega stöðu með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Brasilíumaðurinn Ramires kláraði svo leikinn endanlega með marki hálftíma fyrir leikslok. Apostolos Vellios klóraði í bakkann níu mínútum fyrir leikslok en nær komst Everton ekki.

Chelsea er í þriðja sæti deildarinnar. Stigi á eftir Man. Utd og þrem stigum á eftir Man. City. Everton er í fjórtánda sæti.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×